Fyrrum markvörður Liverpool til Selfoss

Anke Preuss lék með Liverpool á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Aðsend

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þýska markvörðinn Anke Preuss og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.

Preuss, sem er 29 ára gömul, er reynslumikill leikmaður, Hún kemur til Selfoss frá sænska úrvalsdeildarliðinu Vittsjö en árin 2018-2020 var hún á mála hjá Liverpool á Englandi og þar áður hjá Sunderland. Í heimalandinu hefur hún leikið með Frankfurt, Hoffenheim og Duisburg. Hún á leiki með U20 og U16 ára landsliðum Þýskalands.

„Við erum mjög spennt að fá Anke til okkar. Þetta er leikmaður með mikla og góða reynslu og á örugglega eftir að reynast okkur vel. Við höfum skoðað markvarðarmálin vel og ég er sannfærður um það að við erum að fá virkilega góðan leikmann til liðs við okkur,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri greinEva Núra í Selfoss
Næsta greinGestirnir sterkari á lokasprettinum