Fyrsta héraðsmótið sem haldið er í golfhermi

Verðlaunahafar í kvennaflokki ásamt þjálfara sínum, Alexöndru Eir Grétarsdóttur. Ljósmynd/HSK

Héraðsmót í golfi fatlaðra var haldið 16. september á Svarfhólsvelli á Selfossi. Keppendur voru sjö og spilaðar níu holur.

Mótið gekk mjög vel en vegna veðurs var spilað í golfhermi og er það í fyrsta sinn sem slíkur búnaður er notaður á héraðsmóti. Úrslit voru eftirfarandi:

Konur
1. Telma Þöll Þorbjörnsdóttir
2. María Sigurjónsdóttir
3. Sigríður Erna Kristinsdóttir

Karlar
1. Óskar Ingi Helgason
2. Árni Bárðarson
3. Bjarni Friðrik Ófeigsson

Verðlaunahafar í karlaflokki ásamt þjálfara sínum, Alexöndru Eir Grétarsdóttur. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinFjölbreytt dagskrá í íþróttaviku
Næsta greinLokahóf Kvennanna á Eyrarbakka