Egill Blöndal, Umf. Selfoss, féll úr leik í fyrstu umferð á Evrópumótinu í júdó sem fór fram í Prag í Tékklandi um síðustu helgi.
Þetta var fyrsta mót Egils, sem keppir í -90 kg flokki, eftir meira en eitt ár frá keppni og tvær erfiðar aðgerðir.
Egill tapaði fyrir afar sterkum keppanda frá Georgíu, Beka Gvinasvhili, sem er í tíunda sæti heimslistans í þyngdarflokknum en Egill er í 123. sæti á listanum. Egill stóð vel í mótherja sínum og varði glíma þeirra í tæpar þrjár mínútur. Það fór svo að lokum að Gvinasvhili náði í bronsverðlaun á mótinu sem sýnir vel hversu sterkur andstæðingurinn var.
Auk Egils var Sveinbjörn Iura fulltrúi Íslands á EM. Sveinbjörn, sem keppir í -81 kg flokki, sat hjá í fyrstu umferð og lá fyrir Rúmenanum Marcel Cercea í annarri umferð.