Fyrsta tap Þórsara

Þór Þorlákshöfn tapaði fyrsta leik sínum í 1. deild karla í kvöld þegar liðið heimsótti nafna sinn á Akureyri, 96-76.

Þorlákshafnarliðið hafði betur í 1. leikhluta, 13-19, heimamenn tóku við sér fyrir leikhlé og leiddu í hálfleik, 48-42.

Forskot heimamanna jókst enn frekar í 3. leikhluta þar sem þeir skoruðu 27 stig gegn 16 stigum Þorlákshafnar-Þórsara og staðan orðin 75-58. Munurinn jókst svo enn frekar í síðasta leikhlutanum og heimamenn unnu sanngjarnan sigur.

Vladimir Bulut skoraði 20 stig fyrir Þór, Baldur Ragnarsson og Magnús Sigurðsson 18 og Þorsteinn Ragnarsson 11. Eric Palm lék ekki með Þórsurum í kvöld og mun ekki spila meira í vetur vegna meiðsla. Hann hefur harkað af sér og spilað meiddur síðustu tvo leiki.

Markmið Þorlákshafnarliðsins um að fara taplaust í gegnum Íslandsmótið þegar einn leikur er eftir af deildinni. Þórsarar hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og fá bikarinn afhentan á heimaleik gegn Skallagrím um næstu helgi.

Fyrri greinMannekla og miklar annir lögreglu
Næsta greinStöðvuðu skemmtanahald á Selfossi