Ægir tapaði fyrsta leik sínum í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar Álftanes kom í heimsókn í Þorlákshöfn.
Leikurinn var markalaus lengst af en á síðustu tuttugu mínútunum fóru hlutirnir að gerast. Álftanes skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili, eftir rúmlega 70 mínútna leik. Ásgrímur Þór Bjarnason minnkaði muninn fyrir Ægi þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum en nær komust Þorlákshafnarpiltar ekki. Lokatölur 1-2.
Þrátt fyrir tapið er Ægir áfram í 2. sæti deildarinnar, en flest liðin fyrir neðan eiga leik til góða á þá gulu.