Árborg tapaði sínum fyrsta leik í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar Þróttur Vogum kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn á Selfossi.
Árborgarar voru sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora þrátt fyrir ágæt færi. Gestirnir áttu einnig sín færi en fyrri hálfleikur var markalaus.
Leikurinn var í járnum í síðari hálfleik og fátt um færi. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins á 70. mínútu eftir klafs í vítateig Árborgar. Eftir markið opnaðist leikurinn nokkuð en Árborgarar fengu fá færi til þess að jafna leikinn.
Eftir fjóra leiki er Árborg í 6. sæti D-riðils deildarinnar með fimm stig.