Fyrsti blaktitill Laugdælastúlkna á HSK móti

Liðin þrjú í stúlknaflokki, Laugdælur fyrir miðju. Ljósmynd/HSK

Laugdælur sigruðu í stúlknaflokki á héraðsmóti unglinga í blaki 16 ára og yngri, sem haldið var á Hvolsvelli föstudaginn 11. apríl síðastliðinn.

Þrjú lið tóku þátt í stúlknaflokki, en mótið var nú haldið í 25. sinn. Þetta er í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem lið Laugdæla verður HSK meistari, en mótið var fyrst haldið árið 1999. Með liði Laugdæla léku einnig stúlkur úr nærsveitum.

Fimm lið kepptu í drengjaflokki og þar varð Dímon HSK meistari fjórða árið í röð.

Úrslit í stúlknaflokki:
1. sæti Laugdælur – 6 stig
2. sæti Dímon A – 3 stig
3. sæti Dímon B – 0 stig

Úrslit í drengjaflokki:
1. sæti Dímon A – 12 stig
2. sæti Laugdælir – 8 stig
3. sæti Hekla – 5 stig
4. sæti Dímon B – 3 stig
5. sæti Hamar – 2 stig

Fyrri greinHvergerðingar kátir í lokin
Næsta greinMAST rannsakar ólöglegt fiskeldi á Suðurlandi