Fyrsti heimaleikurinn í dag

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni í dag kl.14 þegar Afturelding kemur í heimsókn.

Selfyssingar hafa byrjað vel í deildinni og eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Það er hugur í Selfossliðinu fyrir fyrsta heimaleikinn og stuðningsmenn liðsins eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja liðið til sigurs.

Stuðningsmannaklúbburinn mun hittast í Selinu fyrir leik og grilla og stuðningsmannakaffið verður að sjálfsögðu á sínum stað í hálfleik.

Fyrri greinKlarínettukórinn í Skálholti í dag
Næsta greinÖlvun og þungir bensínfætur