Keppni á héraðsmóti fullorðinna í frjálsum var haldin á tveimur kvöldum nú í janúar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Helstu tíðindi mótsins voru þau að Umf. Þór í Þorlákshöfn vann stigakeppni mótsins í fyrsta sinn.
Þór hlaut 139 stig, Selfoss varð í öðru með 106 stig og Laugdælir í þriðja með 21 stig.
Þór er sjöunda félagið sem vinnur stigakeppnina á héraðsmótinu, en mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1961. Selfoss er lang sigursælasta lið keppninnar með 46 sigra, þar af 36 í röð frá 1966 – 2001.
Heildarúrslit mótsins er að finna á mótaforriti FRÍ.