Selfoss vann sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum í knattspyrnu í ár þegar Leiknir Reykjavík kom í heimsókn á Selfossvöll í kvöld.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og þrátt fyrir vetrarkuldann sáust ágæt tilþrif. Bæði lið fengu góð færi og mörkin hefðu getað orðið fleiri en markmennirnir voru í stuði í kvöld.
Eina mark leiksins skoraði Gonzalo Zamorano fyrir Selfoss eftir snarpa sókn á 28. mínútu og stoðsendingu frá Albert Gatilov.
Staðan í riðlinum er þannig að Selfoss er í 3. sæti með 3 stig eftir þrjá leiki en Leiknir er í 5. sæti án stiga eftir einn leik.