Fyrstu HSK-met ársins

Anna Metta og Andri Már á mótinu í Kaplakrika á þriðjudagskvöld. Ljósmynd/María Ólafsdóttir

Fyrstu HSK-met ársins í frjálsum íþróttum litu dagsins ljós á fyrsta frjálsíþróttamóti ársins, Nike-móti FH sem fram fór í Kaplakrika síðastliðinn þriðjudag.

Þar hljóp Andri Már Óskarsson, Umf. Selfoss, 1.000 m hlaup á 3:52,24 mín sem er héraðsmet bæði í 12 og 13 ára flokki.

Systir Andra Más, Anna Metta, mætti einnig til leiks í Kaplakrika og náði í einu verðlaun Selfyssinga á mótinu en hún varð þriðja í 1.000 m hlaupi kvenna á tímanum 3:36,74 mín.

Fyrri greinWolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
Næsta greinGul viðvörun vegna hvassviðris og rigningar