„Gaman að skora sigurmarkið“

„Andrúmsloftið var frábært hér í dag og sigurinn góður,“ sagði Joe Tillen, leikmaður Selfoss, í samtali við sunnlenska.is eftir sigurinn á Djúpmönnum.

„Það var ekki mikið um varnir í þessum leik en það sem skiptir máli er að við unnum leikinn. Við erum með sex stiga forskot þegar tveir leikir eru eftir og þurfum eitt stig. Það er það sem skiptir máli þegar upp er staðið,“ sagði Joe sem átti fínan leik í dag eins og allir leikmenn liðsins.

„Þetta var erfitt í dag, við vissum hvernig liði við værum að mæta, þeir eru með góða framherja og hafa skorað mörg mörk í sumar. Þeir börðust vel og gjörnýttu færin sín en sem betur fer skoruðum við fjögur mörk,“ sagði Joe sem var ánægður með sigurmark sitt.

„Já, þetta var mjög fínt mark. Ég hef ekki verið að skora mikið í sumar þannig að það var gaman að skora sigurmarkið í dag.“

Fyrri greinSelfoss vantar eitt stig
Næsta greinSíðasti leikur Babacar