Knattspyrnudeild Hamars hélt sitt árlega jólamót laugardaginn 4. desember sl.
Markmiðið var fyrst og fremst að iðkendur hefðu gaman af og var drengja- og stúlknaflokkum blandað saman í lið.
Leikgleðin var ríkjandi hjá öllum iðkendum, foreldrum var boðið upp á kaffi og piparkökur og allir sem vildu fengu íþróttanammi, eða mandarínur.