Fulltrúi Íþróttafélagsins Garps kom í Laugalandsskóla í gær og færði nemendum skólans og elsta árgangi leikskólans buff merkt Garpi.
Gjöfin er gefin í tilefni af góðum árangri Garps á síðasta ári en krakkarnir voru duglegir að mæta á æfingar og keppa á mótum og halda þannig á lofti merki Garps. Ástundun þeirra og elja skilaði Garpi þriðja sæti í heildarstigakeppni HSK á síðasta ári.
Gjöfinni er einnig ætlað að hvetja krakkana til dáða og einnig þau sem hafa verið minna virk til að mæta líka á æfingar og vera með í starfi félagsins.