Gaul og Stockton í Selfoss

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur samið við tvo bandaríska leikmenn sem munu spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Þetta eru markmaðurinn Alexa Gaul, 23 ára gömul, og kemur hún frá Boston College háskólanum. Að sögn Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss, er Gaul góður alhliða markmaður en hún hefur meðal annars leikið landsleiki fyrir yngri landslið Bandaríkjanna.

Blake Stockton er 22 ára gömul, miðvörður og kemur hún frá U Miami háskólanum, líkamlega sterk og snögg að sögn Gunnars.

Selfyssingar fóru í æfingaferð til Spánar um páskana og voru bandarísku leikmennirnir þar með í för. Þær verða báðar komnar til landsins þegar keppni í Pepsi-deildinni hefst þriðjudaginn 13. maí. Selfoss mætir ÍBV á heimavelli í fyrstu umferð.

Fyrri greinMargrét hættir í Flóahreppi
Næsta greinMikil umferð og flestir til fyrirmyndar