Selfoss heimsótti Fjölni í C-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Egilshöllina í kvöld. Þær vínrauðu sigruðu 0-4 og öll mörk leiksins komu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.
Guðmunda Brynja Óladóttir braut ísinn á 3. mínútu og í kjölfarið skoruðu Björgey Njála Andreudóttir, Ásdís Erla Helgadóttir og Embla Dís Gunnarsdóttir og þar við sat.
Selfoss er í toppsæti riðils-1 í C-deildinni með 9 stig en Fjölnir í 3. sæti með 6 stig.