Í hádeginu í dag kom hópur frá Noregi í heimsókn á íþróttavallarsvæðið á Selfossi. Þetta var 25 manna hópur fólks frá fylkisskrifstofu Rogalands sem er fylki í Noregi.
Markmið heimsóknarinnar til landsins var m.a. að fræðast um íþróttastarfið hér, heimsækja sveitarfélög, íþróttahéruð og félög og fá upplýsingar m.a. um frístundastyrkinn, skipulag og fjármögnun íþróttafélaga og þennan heildstæða “vinnudag” barna með skóla og frístundastarfi.
Þeir Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK, Helgi S. Haraldsson formaður Umf. Selfoss og Bragi Bjarnason formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar tóku á móti hópnum og sögðu frá starfseminni og sýndu þeim íþróttamannvirkin á vallarsvæðinu.