Gestirnir gáfu í í lokin

Roberta Stropé. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss varð af mikilvægum stigum í botnbaráttu úrvalsdeildar kvenna í handbolta í dag þegar KA/Þór kom í heimsókn í Set-höllina.

Selfoss hafði frumkvæðið á upphafsmínútunum en KA/Þór skoraði þrjú mörk í röð og breytti stöðunni í 3-6. Þá kom frábær kafli hjá Selfyssingum sem komust aftur tveimur mörkum yfir en gestirnir voru sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu 17-19 í hálfleik.

Selfoss jafnaði strax í seinni hálfleiknum og jafnt var á flestum tölum fyrstu tíu mínúturnar. Þá urðu kaflaskil í leiknum og KA/Þór náði fimm marka forskoti, 24-29, sem þær héldu til leiksloka en Selfoss náði lítillega að klóra í bakkann á lokamínútunum. Lokatölur leiksins urðu 28-32.

Roberta Stropé var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Karlotta Óskarsdóttir skoraði 7, Katla María Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 2 og þær Adela Jóhannsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoruðu allar 1 mark. Cornelia Hermansson varði 6 skot í marki Selfoss og Áslaug Ýr Bragadóttir 4.

Selfoss situr nú í 7. sæti deildarinnar með 4 stig en KA/Þór er í 6. sæti með 8 stig.

Fyrri greinHamar í góðum málum – Selfoss og Hrunamenn töpuðu
Næsta greinHamar-Þór vann í framlengingu