Gestirnir skoruðu sex mörk á Selfossvelli

Aron Fannar Birgisson sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Bestudeildarliði Stjörnunnar í 2. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Stjarnan komst yfir strax á 2. mínútu og gestirnir skoruðu svo tvívegis með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Fjórða markið kom rétt fyrir hálfleik og staðan var 0-4 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri en Stjarnan bætti við tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútunum og sigraði 0-6.

Stjarnan er í toppsæti riðilsins með 6 stig en Selfoss í 4. sæti með 1 stig. Næsti leikur Selfoss er gegn KR á útivelli þann 23. febrúar.

Fyrri greinSviða- og svínasulta menguð af bakteríu og E. coli
Næsta greinHaukar stungu af í seinni hálfleik