Selfoss tók á móti Aftureldingu í hörkuleik í úrvalsdeild karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. Þetta var síðasti leikur Selfyssinga fyrir langt jóla- og EM-frí.
Afturelding byrjaði mun betur, komst í 2-7, en um miðjan fyrri hálfleikinn fór að draga saman með liðunum. Selfoss jafnaði 11-11 þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar og staðan í hálfleik var 17-15, Selfyssingum í vil.
Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleikinn en Afturelding var á undan að skora og leiddi með 1-2 mörkum. Mosfellingar voru hins vegar klókari á lokakaflanum, skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og sigruðu 28-33.
Gunnar Kári Bragason var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Sveinn Andri Sveinsson skoraði 4, Hannes Höskuldsson og Einar Sverrisson 3, Richard Sæþór Sigurðsson og Tryggvi Sigurberg Traustason 3/1, Álvaro Mallols 2 og þeir Sæþór Atlason, Hans Jörgen Ólafsson og Sverrir Pálsson skoruðu allir 1 mark.
Alexander Hrafnkelsson átti fínan leik í marki Selfoss, varði 12 skot og var með 40% markvörslu. Vilius Rasimas varði 1 skot og var með 15% markvörslu.
Afturelding er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig en Selfoss á botninum með 6 stig. Næsti leikur Selfoss er gegn Val að Hlíðarenda þann 1. febrúar 2024.