Gestirnir sterkari í seinni hálfleik

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar er áfram í botnsæti 1. deildar kvenna í körfubolta eftir 63-83 tap á heimavelli gegn Fjölni í dag.

Hamar hélt í við Fjölni megnið af fyrri hálfleiknum en gestirnir gerðu níu stiga áhlaup skömmu fyrir leikhlé og leiddu 32-38 í hálfleik.

Fjölniskonur náðu tíu stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks og létu forystuna ekki af hendi eftir það.

Tölfræði Hamars: Jenný Harðardóttir 16/8 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 10/5 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 8, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8/7 fráköst, Perla María Karlsdóttir 4/6 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 3/4 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 2, Guðrún Björg Úlfarsdóttir 0, Margrét Lilja Thorsteinson 0.

Fyrri greinSlysaskot í Eldhrauni
Næsta greinFlóamarkaður á síðasta degi Þollóween í dag