Selfoss tapaði með sjö marka mun gegn ungmennaliði Vals í Grill66 deild kvenna í handbolta í dag, þegar liðin mættust á Selfossi
Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru Selfyssingar yfir, 10-8, Valur jafnaði 12-12 en Selfoss leiddi 15-14 í leikhléinu.
Valur náði forystunni strax í upphafi seinni hálfleiks með því að skora þrjú fyrstu mörkin. Selfoss náði aldrei að svara þessu og Valur jók forskotið jafnt og þétt. Lokatölur urðu 26-33.
Tinna Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 7, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 1 og Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1/1.
Lena Ósk Jónsdóttir varði 7 skot í marki Selfoss og var með 17% markvörslu.
Selfoss er í botnsæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, með 4 stig, en Valur er í 2. sæti með 21 stig.