Hrunamenn tóku á móti Þór Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í íþróttahúsinu á Flúðum í kvöld.
Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en Þórsarar skriðu framúr á lokamínútunum og leiddu 40-46 í leikhléi.
Hrunamenn byrjuðu illa í seinni hálfleik og Þórsarar náðu 21 stigs forskoti, 47-68. Heimamönnum tókst ekki að svara fyrir sig á lokakaflanum og Þórsarar sigruðu að lokum, 75-98.
Chancellor Calhoun-Hunter var stigahæstur Hrunamanna með 22 stig og 7 fráköst, Friðrik Vignisson skoraði 13 stig, Arnar Daðason og Eyþór Árnason 9 og Eyþór tók að auki 7 fráköst og sendi 5 stoðsendingar, Hringur Karlsson skoraði 8 stig, Óðinn Árnason 3 og þeir Símon Tómasson og Patrik Gústafsson 2 og Patrik tók 8 fráköst að auki. Hrunamenn léku án Aleksi Liukko í kvöld sem lá veikur heima og munaði um minna.
Hrunamenn eru í 11. sæti deildarinnar með 6 stig en Þór Ak í 8. sæti með 12 stig.