FSu fékk Breiðablik í heimsókn í kvöld í Iðu þegar keppni hófst eftir jólafrí í 1. deild karla í körfubolta. Blikar voru sterkari í lokin og sigruðu 64-79.
Fyrri hálfleikurinn var jafn, Breiðablik byrjaði af krafti en FSu svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 35-31, FSu í vil þegar leikurinn var hálfnaður.
Gestirnir komust aftur yfir undir lok 3. leikhluta og þegar síðasti fjórðungurinn hófst var staðan 48-54. FSu elti Blika allan 4. leikhluta en gestirnir voru ferskari undir lokin og sigruðu með fimmtán stiga mun.
Tölfræði FSu: Terrence Motley 22/14 fráköst/3 varin skot, Haukur Hreinsson 11 stig, Ari Gylfason 10 stig/5 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 9 stig/7 fráköst, Hlynur Hreinsson 8 stig, Jón Jökull Þráinsson 3 stig, Gísli Gautason 1 stig.