Gestirnir yfir allan tímann

Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 7 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss U tapaði 32-36 þegar Hörður frá Ísafirði kom í heimsókn í Hleðsluhöllina í 1. deild karla í handbolta í dag.

Hörður skoraði fyrsta mark leiksins og var yfir allan leikinn, þeir náðu frumkvæðinu á upphafsmínútunum og leiddu 3-7 eftir tíu mínútna leik. Hörður náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 11-17, en staðan var 14-19 í leikhléi.

Harðarmenn héldu öruggri forystu allan seinni hálfleikinn en Selfyssingar náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk undir lokin, 32-36.

Guðjón Baldur Ómarsson var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk, flest af vítalínunni, Ísak Gústafsson og Gunnar Flosi Grétarsson skoruðu 5, Andri Dagur Ófeigsson, Sölvi Svavarsson, Arnar Freyr Steinarsson og Haukur Páll Hallgrímsson 2 og þeir Tryggvi Sigurberg Traustason og Elvar Elí Hallgrímsson skoruðu báðir 1 mark.

Fyrri greinSinueldur í Selvogi
Næsta greinRófurass í listasafninu