„Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Sigríður Ósk Harðardóttir, fimleikaþjálfari á Selfossi, í samtali við sunnlenska.is. Fimleikalið Selfoss missir af Norðurlandameistaramóti juniora í hópfimleikum í Finnlandi um helgina vegna flugbanns.
„Þarna fór átta mánaða vinna í vaskinn hjá liðinu. Við höfðum fulla burði til að gera góða hluti á þessu móti,“ segir Sigríður.
Liðið beið í Leifsstöð í átta klukkustundir í gærmorgun og gisti svo í Keflavík í nótt. Nú fyrir hádegi fengust þær upplýsingar að ekki stefndi í breytingu á öskumagni í háloftunum í Norður-Evrópu og Selfossliðið situr því heima með sárt ennið.