Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss er í dag en þá voru sýndar þrjár sýningar á „Helga Nótt og kærleikstréð“. Allir iðkendur fimleikadeildarinnar taka þátt í sýningunni.
Helga Nótt og kærleikstréð er tíunda jólasýning fimleikadeildarinnar en deildin hóf jólasýningar í þessari mynd sem þær eru í dag árið 2006. Áður voru hefðbundnar foreldrasýningar þar sem hver hópur sýndi hvað hann hafði verið að læra yfir haustið. Sýningarnar hafa heldur betur undið upp á sig og verða flottari með ári hverju og löngu orðinn fastur liður á aðventunni í Sveitarfélaginu Árborg.
Allir iðkendur fimleikadeildarinnar fá að láta ljós sitt skína á sýningunni, alveg frá yngstu iðkendunum upp í meistaraflokk, þannig að þátttakendur í sýningunni eru hátt í 400 talsins.
Í sýningunni í ár hittir Helga Nótt fyrir helstu persónur úr sýningum síðustu ára, t.d. Línu Langsokk, Strumpana, Íþróttaálfinn, Sollu Stirðu, Fríðu og dýrið og Önnu og Elsu úr Frozen svo eitthvað sé nefnt.
Óhætt er að segja að sýningin hafi heppnast vel í ár en fullt var út úr dyrum á öllum þremur sýningunum.