Glæsilegt hús rís á Svarfhólsvelli

Gunnar Marel, Hlynur Geir og Bjarki Þór munda skóflurnar á Svarfhólsvelli. Ljósmynd/GOS

Fyrsta skóflustungan að nýju áhaldahúsi og inniæfingaaðstöðu fyrir Golfklúbb Selfoss á Svarfhólsvelli var tekin fyrr í mánuðinum og eru framkvæmdir þegar komnar á fullt.

Um er að ræða 427 fermetra hús sem verður áhaldahús og æfingaaðstaða en húsið leysir af hólmi lítið áhaldahús sem byggt var til bráðabirgða árið 1990.

Stefnt er að því að reisa húsið um miðjan september og að það verði tekið í notkun í byrjun desember.

Vallarstjórarnir Gunnar Marel Einarsson og Bjarki Þór Guðmundsson tóku fyrstu skóflustunguna ásamt Hlyni Geir Hjartarsyni, framkvæmdastjóra og golfkennara GOS. 

Fyrri greinGengið um Laugahraun að Brennisteinsöldu
Næsta greinRafal bauð lægst í hleðsluturna