Glæsilegur útisigur Selfosskvenna

Harpa Valey Gylfadóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann frábæran sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna í handbolta í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 19-25.

Selfoss byrjaði af miklum krafti og komst í 2-6 og munurinn hélst svipaður út fyrri hálfleikinn. Staðan var 9-13 í leikhléi. Selfoss hélt Stjörnunni fjórum mörkum frá sér stærstan hluta fyrri hálfleiks en þær vínrauðu bættu í á lokakaflanum og munurinn varð mestur sex mörk.

Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 5/1, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 3 og þær Adela Jóhannsdóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Cornelia Hermansson stóð vaktina vel í marki Selfoss og varði 13 skot.

Eftir sex umferðir er Selfoss í 5. sæti deildarinnar með 5 stig en Stjarnan er í 6. sæti með 4 stig.

Fyrri greinOddný gefur ekki kost á sér
Næsta greinHamar/Þór vann nýliðaslaginn