Stúdíó Sport hlaup Frískra Flóamanna var haldið á Selfoss í morgun. Rúmlega eitthundrað hlauparar voru skráðir í hlaupið.
Þau hafa ekki verið mörg víðavangshlaupin síðustu mánuðina og það var ekki annað að sjá en að hlaupagarparnir, sem voru á öllum aldri, væru glaðir með að fá að hlaupa út í sumarið.
Boðið var upp á 5 km og 10 km hlaup en vegna sóttvarnarreglna var ekki fært að halda krakkahlaupið þar sem fyrirséð var að því myndi fyljga meiri hópamyndun.
Það blés aðeins á hlauparana í morgun en fólk lét það ekki á sig fá og stemningin var góð á hlaupaleiðinni allri. Hér fyrir neðan er myndir af keppendum í 5 km hlaupi.
















