Gnúpverjar keppa í kvöld

Keppni í VISA-bikar karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi en í kvöld mætast utandeildarliðin Gnúpverjar og Kjalnesingar.

Lið Gnúpverja er skipað leikmönnum utandeildarliðsins SÁÁ sem fær nafn ungmennafélagsins að láni til þess að vera gjaldgengt í keppnina. Sömu sögu er að segja um lið Kjalnesinga, þar er á ferðinni utandeildarliðið Kumho Rovers. Ein helsta vonarstjarna Kjalnesinga er Selfyssingurinn Atli Rafn Viðarsson sem gekk til liðs við liðið frá Árborg í þessari viku.

Liðin mætast á gervigrasinu í Laugardal kl. 20. Á morgun fara fram fjölmargir leikir í bikarnum en þá mæta Hamar, Ægir, Árborg og KFR til leiks.

Fyrri greinLífeyrissjóður eignast golfvöllinn á Svarfhóli
Næsta greinTveir nýir dómarar á Suðurlandi