Ekkert stöðvar Gnúpverja þessa dagana í 1. deild karla í körfubolta en liðið lagði Hamar í Hveragerði í kvöld, 106-114.
Þetta var lokaumferð deildarinnar en þrátt fyrir tapið hélt Hamar 2. sætinu og mætir Snæfelli í úrslitakeppninni. Í hinni viðureigninni mætast Vestri og Breiðablik.
Leikurinn í Hveragerði í kvöld var hin mesta skemmtun. Gnúpverjar skoruðu grimmt í 1. leikhluta en Hamar kveikti á byssunum í 2. leikhluta og staðan var 54-52 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en það voru gestirnir úr Gnúpverjahreppi sem voru sterkari á endasprettinum og sigruðu að lokum með átta stiga mun.
Everage Richardson átti magnaðan leik fyrir Gnúpverja í kvöld en hann hefur verið langbesti leikmaður 1. deildarinnar í vetur. Richardson skoraði 50 stig og tók 12 fráköst og var með framlagseinkunn upp á 60. Jón Arnór Sverrisson og Larry Thomas áttu báðir stórleik fyrir Hamar en það dugði ekki til.
Gnúpverjar lyftu sér upp í 6. sætið með þessum sigri í lokaumferð deildarinnar og ljúka keppni í 6. sæti, fjórum stigum frá úrslitakeppninni. Hamar er með 34 stig í 2. sæti.
Tölfræði Hamars: Julian Nelson 23/9 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, Larry Thomas 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Smári Hrafnsson 13, Þorgeir Freyr Gíslason 9/6 fráköst/3 varin skot, Ísak Sigurðarson 5, Oddur Ólafsson 4, Dovydas Strasunskas 3, Kristinn Ólafsson 3, Arnór Ingi Ingvason 3.
Tölfræði Gnúpverja: Everage Lee Richardson 50/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 23/6 fráköst, Tómas Steindórsson 17/7 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 9/5 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 8, Hákon Már Bjarnason 4/5 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 2, Haukur Þór Sigurðsson 1.