Gnúpverjar töpuðu 95-63 í kvöld þegar þeir heimsóttu Breiðablik í fyrsta leik sínum í 1. deild karla í körfubolta í vetur.
Blikar höfðu góð tök á leiknum allan tímann og leiddu í leikhléi, 53-31. Munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik og að lokum skildu 32 stig liðin að.
Everage Richardson var bestur í liði Gnúpverja í kvöld, skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og sendi 7 stoðsendingar.
Tölfræði Gnúpverja: Everage Richardson 22/7 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 8, Ægir Bjarnason 8/5 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 7, Tómas Steindórsson 6/4 fráköst, Garðar Bjarnason 5/4 fráköst, Þórir Sigvaldason 3/4 fráköst, Bjarki Kristinsson 2/5 fráköst, Hákon Bjarnason 2/6 fráköst.