Ellefu hressir krakkar frá sunddeild Umf. Selfoss tóku þátt í Sprengimóti Óðins á Akureyri um síðustu helgi. Selfyssingarnir komu heim með tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Oliver Figlarski krækti í gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á tímanum 39,57 sekúndum og einnig í 100 metra bringusundi á 1:59,72 mínútum. Oliver varð einnig þriðji í 100 metra skriðsundi á tímanum 1:26,82 mínútum.
Í 50 metra baksundi varð Ísak Dagur Guðmundsson annar á tímanum 56,42 sekúndum og sömuleiðis Baldur Þór Bjarnarson á 50,87 sekúndum.
Heilt yfir öðluðust krakkarnir mikla reynslu þar sem þetta var fyrsta alvöru sundmót margra. Í heild gekk öllum mjög vel og stóðust allar væntingar sem gerðar voru til þeirra.