Nokkrir keppendur Umf. Selfoss kepptu sem gestir á Reykjavíkur-meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugardalsvelli 31. maí og 1. júní sl.
Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði bæði í hástökki og langstökki í kvennaflokki, í hástökki stökk hún 1.60 m og hún sveif 5.30 m í langstökki.
Haraldur Einarsson bætti sinn besta árangur í 400 m hlaupi um 6 brot er hann hljóp hringinn á 50,37 sek og sigraði örugglega í karlaflokki, hann hljóp síðan til þriðja sætis í 100 m hlaupi á timanum 11,64 sek í mótvindi.
Sólveig Helga Guðjónsdóttir keppti í flokki 15 ára stúlkna og sigraði í tveimur greinum. Hún hljóp 100 m á 13,33 sek og bætti sinn fyrri árangur um 17 brot og í 800 m hlaupi hljóp hún á 2:31,83 mín sem er bæting um 19 sek.
Eva Lind Elíasdóttir sigraði í 100 m grindahlaupi í flokki 16-17 ára á tímanum 16,28 sek sem er stórbæting en hún átti best áður 17,11 sek, hún keppti síðan í fyrsta sinn í sleggju og sigraði með 25,77 m.
Guðrún Heiða Bjarnadóttir sigraði í langstökki í flokki 15 ára stúlkna er hún stökk 4,85 m og í 100 m hlaupi náði hún öðru sæti á tímanum 13,54 sek.
Dagur Fannar Magnússon sigraði sleggjukast í karlaflokki með því að kasta sleggjunni 43,58 m og að lokum sigraði Kristín Rut Arnardóttir í hástökki í flokki 15 ára telpna með því að stökkva 1.40m og hún varð önnur í langstökki með 3,66 m.