Góður heimasigur hjá Hamri

Karlalið Hamars vann góðan sigur á Íþróttafélagi Grindavíkur í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar vann 92-77 og fór upp fyrir ÍG á töflunni.

Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 48-29. Leikurinn jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik og gestirnir náðu að saxa á forskotið undir lokin.

Louie Kirkman var stigahæstur Hvergerðinga með 17 stig, Halldór Gunnar Jónsson skoraði 15, Emil Þorvaldsson 14, Lárus Jónsson 13 og Ragnar Nathanaelsson skoraði 11 stig.

Fyrri greinÁrborg steinlá í Útsvarinu
Næsta greinFSu tapaði í botnslagnum