Góður sigur á botnliðinu

Þórsarar í Þorlákshöfn unnu sannfærandi sigur á botnliði Vals í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 73-90.

Skoraði sex fyrstu stigin í leiknum en Valur jafnaði 6-6 og skreið svo framúr. Staðan var 24-18 að loknum 1. leikhluta. Þórsarar tóku málin hins vegar í sínar hendur í upphafi 2. leikhluta og skoruðu þá 25 stig gegn 6. Valur klóraði í bakkann fyrir hálfleik og staðan var 36-43 í leikhléinu.

Þór leiddi allan 3. leikhluta með nálægt tíu stiga mun og jók síðan forskotið um önnur tíu stig í síðasta fjórðungnum.

Nýliðinn Matthew Hairston var besti maður Þórs í leiknum með 25 stig og 14 fráköst. Hairston gekk í raðir Þórs eftir að Michael Ringgold var látinn fara frá liðinu. Annar nýliði Blagoj Janev kemur inn í stað Marco Latinovic en Janev skoraði 7 stig í kvöld og tók 6 fráköst.

Darrin Govens skoraði einnig 25 stig, Guðmundur Jónsson 18, Baldur Ragnarsson 7 og þeir Darri Hilmarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu báðir 4 stig.

Fyrri greinUngt barn borðaði uppþvottaduft
Næsta greinKæra ákvörðun Skipulagsstofnunar