Góður sigur hjá FSu

Körfuknattleiksfélag FSu vann góðan sigur á Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 85-70.

Selfyssingar byrjuðu vel í leiknum og leiddu að loknum 1. leikhluta, 32-17. Richard Field fór mikinn í liði heimamanna en hann skoraði 24 stig í leiknum og tók 19 fráköst.

Staðan var 45-40 í hálfleik en jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik. Heimamenn höfðu þó betur á lokasprettinum og eru því taplausir í deildinni eftir tvær umferðir.

Valur Orri Valsson skoraði 24 stig, eins og Field, Guðmundur Gunnarsson skoraði 14 og Orri Jónsson 10.

Fyrri greinGreið leið um Bláskógabyggð
Næsta greinÞrjú innbrot tilkynnt