Selfoss vann Aftureldingu 2-4 þegar liðin mættust á Varmárvelli í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.
Karitas Tómasdóttir kom Selfyssingum á bragðið á 36. mínútu en Afturelding jafnaði fjórum mínútm síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.
Guðmunda Brynja Óladóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir bættu við mörkum fyrir Selfoss á 49. og 60. mínútu en Afturelding klóraði í bakkann á 72. mínútu og staðan því orðin 2-3.
Selfyssingar áttu þó síðasta orðið því Eva Lind Elíasdóttir kláraði leikinn með fjórða marki Selfoss á lokamínútu leiksins.
Selfoss í öðru sæti B-deildarinnar með 9 stig, þremur stigum á eftir Fylki.