Eitt héraðsmet var slegið á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina.
Goði Gnýr Guðjónsson hljóp 800 m hlaup á 2:05,91 mín og varð í 4. sæti. Hann bætti þar eigið héraðsmet í flokki 16-17 ára pilta um 0,47 sekúndur.
Einn Sunnlendingur komst á verðlaunapall á mótinu um helgina en Eva María Baldursdóttir varð í 3. sæti í hástökki kvenna með stökk upp á 1,70 m.
Goði Gnýr varð í 8. sæti í 400 m hlaupi á sínum ársbesta tíma, 54,14 sek og Veigar Þór Víðisson varð í 6. sæti í hástökki með stökk upp á 1,62 m. Veigar Þór er 15 ára og var að keppa á sínu fyrsta meistaramóti fullorðinna.
Þá varð Haukur Arnarson í 6. sæti í langstökki, stökk 5,79 m og þar varð Veigar Þór í 7. sæti með 5,70 m stökk sem er hans besti árangur í greininni hingað til.