Góður sigur á heimavelli

Nikolas Tomsick. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Álftanesi í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld, 89-78.

Þórsarar byrjuðu betur í leiknum og höfðu tíu stiga forskot að loknum 1. leikhluta, 27-17. Álftnesingar svöruðu fyrir sig í 2. leikhluta en Þór leiddi í hálfleik, 43-38.

Seinni hálfleikurinn var jafn framan af en í fjórða leikhluta áttu Þórsarar góðan sprett og náðu mest tólf stiga forskoti, 83-71. Álftanes náði að minnka muninn í fimm stig þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Þór átti lokaorðið og þeir skoruðu síðustu sex stig leiksins.

Nikolas Tomsick var stigahæstur hjá Þór með 25 stig og 6 stoðsendingar en Jordan Semple var framlagshæstur með 18 stig og 15 fráköst. Justas Tamulis skoraði 14 stig, Marreon Jackson 12 og Morten Bulow 11.

Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp í 5. sæti deildarinnar, er með 12 stig en Álftanes er í 8. sæti með 8 stig.

Þór Þ.-Álftanes 89-78 (27-17, 16-21, 22-24, 24-16)
Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 25/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Semple 18/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Justas Tamulis 14, Marreon Jackson 12/6 stoðsendingar, Morten Bulow 11/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Ólafur Björn Gunnlaugsson 3, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.

Fyrri greinFyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn
Næsta greinSveiflur á Skaganum