Félagar á aðalfundi Golfklúbbs Selfoss, sem haldinn var í vikunni, samþykktu að lækka félagsgjöld klúbbsins fyrir næsta ár.
Árgjald félaga 19 ára og eldri lækkar um tæp 2% úr 50.900,- í 49.900,- Sömuleiðis var samþykkt mikil lækkun á árgjöldum barna- og unglinga og með þeim lækkunum er golf líklega ódýrasta íþróttin hjá börnum og unglingum í Árborg.
Fimmtán ára og yngri borga 9.900 króna árgjald og eru æfingjagjöld innifalin í því verði. Kylfingar á aldrinum 16-18 ára borga 14.900 króna árgjald og þar eru æfingagjöldin einnig innifalin.
Rekstur GOS hefur gengið vel síðustu árin og hefur Sveitafélagið Árborg komið með góðan styrk inn í barna- og unglingastarfið og því vill stjórn GOS að fjölskyldu fólk og aðrir fái að njóta þess.