Golfklúbbur Selfoss hefur opnað nýja og glæsilega heimasíðu á slóðinni www.gosgolf.is.
„Með síðunni erum við að bæta upplýsingaflæði til golfara og koma okkur inn í 21.öldina,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við sunnlenska.is.
Heimasíðan verður framvegis upplýsingamiðstöð fyrir kylfinga á Selfossi, á henni er öflugt fréttakerfi og allar helstu upplýsingar um klúbbinn og völlinn ásamt því að hægt verður að skoða myndir úr starfi klúbbsins.