Þór tók á móti Snæfelli í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar höfðu forystuna lengst af en gestirnir tryggðu sér sigurinn í blálokin með ellefu stiga áhlaupi.
Leikurinn var jafn lengst af, Þór leiddi 32-36 að loknum 1. leikhluta og staðan var 57-50 í hálfleik. Þriðji leikhluti var í járnum en Þórsarar voru áfram skrefinu á undan og leiddu með sex stigum þegar síðasti fjórðungurinn hófst.
Það gekk hins vegar ekkert upp hjá heimamönnum á lokamínútunum. Þórsarar höfðu 94-85 forystu þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum en Snæfellingar skoruðu ellefu síðustu stig leiksins og sigruðu 94-96.
Emil Karel Einarsson var bestur í liði Þórs og stigahæstur með 26 stig. Vincent Sanford skoraði 25, Tómas Tómasson og Þorsteinn Ragnarsson 11, Oddur Ólafsson 9, Nemanja Sovic 8 og Halldór Hermannsson 4.