Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Selfoss, er einn þriggja nýliða í landsliðshópnum sem valinn var fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM í handbolta 2018.
Annar Selfyssingur, Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Aarhus Håndbold var einnig valinn í fyrsta sinn í landsliðshópinn.
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 21 leikmann fyrir leikina en í hópnum eru einnig Selfyssingurinn Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka og Bjarki Már Elísson, fyrrum leikmaður Selfoss, sem nú leikur með Füchse Berlin.
Ísland hefur leik miðvikudaginn 2. nóvember þegar liðið mætir Tékklandi í Laugardalshöll kl. 19:30. Þá heldur liðið til Úkraínu og leikur þar við heimamenn laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00.