Á gamlársdag var íþróttamaður Sveitarfélagsins Ölfuss 2012 valinn og viðurkenningar veittar íþróttamönnum. Það var körfuknattleiksmaðurinn Grétar Ingi Erlendsson sem hampaði titlinum.
Grétar átti frábært tímabil með liði Þórs sem varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í körfuknattleik á síðasta tímabili.
Aðrir tilnefndir voru Arnar Logi Sveinsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu, Axel Örn Sæmundsson fyrir góðan árangur í badminton, Guðmundur Þorkelsson fyrir góðan árangur í hestaíþróttum, Ingvar Jónsson fyrir góðan árangur í golfi, Oddur Ólafsson fyrir góðan árangur í hestaíþróttum, Styrmir Dan Steinunnarson fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum, Sunna Ýr Sturludóttir fyrir góðan árangur í fimleikum og Þorsteinn Helgi Sigurðarson fyrir góðan árangur í akstursíþróttum.
Þá fengu körfuknattleiksmennirnir Emil Karel Einarsson og Halldór Garðar Hermannsson viðurkenningar fyrir að hafa keppt fyrir Íslands hönd með yngri landsliðum Íslands.