Feikna sterkur fjórgangur í Suðurlandsdeildinni

Úrslit Atvinnumanna. F.v. Lea Schell, Stella Sólveig Pálmarsdóttir, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir, Brynja Amble, Elin Holst, Ólafur Þórisson formaður Geysis, Einar Ásgeirsson frá Fóðurblöndunni, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar og Alma Gulla Matthíasdóttir stjórnarmaður í Suðurlandsdeild. Ljósmynd/Eiðfaxi

Gríðarlega sterk keppni var í gærkvöldi í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum þar sem keppt var í  fjórgangi.

Í úrslitum atvinnumanna þurfti sætaröðun til þess að skera úr um sigurvegara og voru það Elin Holst og Gígur frá Ketilsstöðum sem sigruðu en Brynja Amble á Goða frá Ketilsstöðum liðsfélagi hennar í liði Byko varð í öðru sæti.

Í úrslitum áhugamanna var Elín Magnea Björnsdóttir á Melódíu frá Hjarðarholti sem sigraði eftir gríðarlega sterk úrslit þar sem 8 knapar áttu sæti.

Það var lið Krappa sem sigraði liðakeppnina í fjórgang en lið þeirra átti 3 knapa í úrslitum það voru Lea Schell á Kná frá Korpu sem endaði í 6. sæti í flokki atvinnumanna og í flokki áhugamanna voru það Karen Konráðsdóttir á Lilju frá Kvistum sem endaði í fjórða sæti og Þorgils Kári Sigurðsson á Fák frá Kaldbak endaði í þriðja sæti. Glæsilegur árangur hjá liði Krappa.

Eftir fyrstu tvær keppnirnar er það lið Byko sem leiðir liðakeppnina með 142 stig en lið Húsasmiðjunnar kemur fast á hæla þeirra með 133 stig.

Að venju voru 48 knapar úr tólf liðum sem öttu kappi. Frábær stemming var í höllinni og full stúka. Fóðurblandan gaf öllum knöpum í úrslitum fóðurbæti í verðlaun og var einnig með kynningu í anddyri Rangárhallarinnar.

Næsta grein í Suðurlandsdeildinni er fimmgangur sem fram fer þann 3. mars nk.
Úrslit Atvinnumanna
SætiKeppandiHeildareinkunn
1Elin Holst / Gígur frá Ketilsstöðum6,87
2Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum6,87
3Sara Sigurbjörnsdóttir / Terna frá Fornusöndum6,83
4Hanna Rún Ingibergsdóttir / Ísrún frá Kirkjubæ6,73
5Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Dökkvi frá Strandarhöfði6,67
6Lea Schell / Kná frá Korpu6,57
 
Úrslit Áhugamanna
SætiKeppandiHeildareinkunn
1Elín Magnea Björnsdóttir / Melódía frá Hjarðarholti6,90
2Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum6,70
3Þorgils Kári Sigurðsson / Fákur frá Kaldbak6,53
4Karen Konráðsdóttir / Lilja frá Kvistum6,43
5Edda Hrund Hinriksdóttir / Laufey frá Ólafsvöllum6,30
6Renate Hannemann / Spes frá Herríðarhóli6,10
7Guðrún Sylvía Pétursdóttir / Ási frá Þingholti5,93
8Vilborg Smáradóttir / Gná frá Hólateigi5,83
SætiLiðStig
1Byko142
2Húsasmiðjan133
3Fet / Kvistir116,5
4Krappi115,5
5Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð114,5
6Tøltrider114
7Heklu hnakkar104
8Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær96
9Heimahagi93
10Equsana89,5
11Fákasel42
12Ásmúli40
Fyrri greinÉg er fáránlega lyktnæm
Næsta greinVeira í tómatarækt í Evrópu