Grímur valinn efnilegasti júdómaðurinn

Selfyssingurinn Grímur Ívarsson var valinn efnilegasti júdómaður ársins á uppskeruhátíð JSÍ fyrir árið 2015 sem var haldin síðastliðinn laugardag.

Í umsögn um Grím, sem keppti ýmist í -90 kg eða -100 kg flokki, segir að helstu afrek ársins voru eftirfarandi. Norðurlandameistari U21 í -90 kg flokki og silfur í sama þyngdarflokki í U18.

Á Matsumae Cup varð hann í öðru sæti í U18 í -90 kg flokki og á Opna sænska í sama aldurs- og þyngdarflokki hreppti hann bronsverðlaunin.

Grímur varð Íslandsmeistari í +100 kg flokki í U21 og hlaut silfur í +90 kg flokki í U18, gull á Afmælismóti JSÍ í U21 í -90 kg flokki og einnig hlaut hann silfurverðlaunin á Íslandsmeistaramóti karla í -100 kg flokki.

Fyrri greinSunnlendingar duglegir að versla í heimabyggð
Næsta greinJólasveinarnir sjá um pakkana á Selfossi