Selfoss U og Grótta mættust á Selfossi í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir fóru með sigur af hólmi, 23-30.
Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:30 en vegna rafmagnsleysis frestaðist leikurinn um eina klukkustund.
Gestirnir létu það ekki á sig fá og skoruðu 16 mörk í fyrri hálfleik gegn 13 mörkum Selfyssinga. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik þar sem Selfossliðinu gekk illa í sókninni en lokatölur urðu 23-30.
Trausti Eiríksson skoraði 9 mörk fyrir Selfoss, Eyþór Lárusson 4, Matthías Halldórsson 3, Andri Hallsson og Gunnar Ingi Jónsson 2 og þeir Rúnar Hjálmarsson, Einar Sverrisson og Anton Traustason skoruðu allir 1 mark.
Þetta var sjötti leikur ungmennaliðs Selfoss í 1. deildinni og ennþá bíða drengirnir eftir sínum fyrsta sigri.