Selfoss og Grótta mættust í uppgjöri nýliðanna í Olísdeild kvenna í handbolta á Selfossi í kvöld. Eftir kaflaskiptan leik þar sem gestirnir voru heilt yfir sterkari sigraði Grótta 22-25.
Leikurinn var jafn fyrsta korterið en í stöðunni 6-6 tók Grótta af skarið og náði þriggja marka forskoti. Staðan var 10-12 í hálfleik. Sóknarleikur Selfyssinga var óagaður og hikandi en Grótta spilaði líka fína vörn og lét þær vínrauðu hafa fyrir hlutunum.
Hlutirnir litu betur út hjá Selfyssingum í upphafi fyrri hálfleik og þær náðu að snúa leiknum sér í vil, 16-14. Þá svaraði Grótta með fjórum mörkum í röð og eftir það komust Selfyssingar aldrei á flug.
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Katla María Magnúsdóttir skoraði 5/3, Hulda Dís Þrastardóttir og Harpa Valey Gylfadóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2 og þær Perla Ruth Albertsdóttir og Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Þetta voru fyrstu stig Gróttu í deildinni en Selfoss er enn án stiga.